Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 21:38
Brynjar Ingi Erluson
LengjudeildIn: Tíu leikmenn Keflavíkur unnu ÍR - Radic með þrennu í sigri Njarðvíkinga
Lengjudeildin
Ásgeir Páll skoraði sigurmark Keflvíkinga
Ásgeir Páll skoraði sigurmark Keflvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar sá rautt fyrir olnbogaskot
Gunnlaugur Fannar sá rautt fyrir olnbogaskot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dominik Radic skoraði þrennu fyrir Njarðvík
Dominik Radic skoraði þrennu fyrir Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Elmar Kári gerði tvö mörk á Seltjarnarnesi
Elmar Kári gerði tvö mörk á Seltjarnarnesi
Mynd: Raggi Óla
Dominik Radic skoraði þrennu er Njarðvík vann Leikni, 3-2, í Lengjudeild karla í kvöld. Tíu leikmenn Keflavíkur unnu ÍR, 1-0, í Breiðholti og þá tapaði Grótta sjöunda leik sínum í röð er það laut í lægra haldi fyrir Aftureldingu, 4-1, á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.

Grótta hefur gengið í gegnum gríðarlega erfiðan kafla undanfarið en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok maí.

Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fyrsta mark Aftureldingar á 19. mínútu en Arnar Þór Helgason svaraði á 36. mínútu leiksins. Staðan 1-1 í hálfleik.

Varamaðurinn Aron Jóhannsson kom gestunum aftur í forystu með öðru deildarmarki sínu á 76. mínútu og tveimur mínútum síðar komu heimamenn boltanum í eigið net.

Elmar Kári gerði út um leikinn með sjötta marki sínu í sumar á 82. mínútu og þar við sat. Afturelding fer upp í 8. sæti með 17 stig en Grótta er í næst neðsta sæti með 10 stig.

Radic í ham í Njarðvík

Dominik Radic er nú annar markahæsti leikmaður deildarinnar eftir að hann skoraði þrennu í 3-2 sigri Njarðvíkur á Leikni á Rafholtsvellinum í kvöld.

Leiknismenn komust yfir á 5. mínútu. Omar Sowe fékk sendingu í gegn, lék á Aron Snæ Friðriksson í markinu og skoraði. Flestir virtust á því að hann væri rangstæður en svo var ekki og stóð markið.

Tíu mínútum síðar jafnaði Radic. Tómas Bjarki Jónsson kom með sendinguna inn í teiginn og skoraði Radic úr þröngri stöðu.

Njarðvíkingar voru líklegri eftir það. Kenneth Hogg rann til í dauðafæri á 26. mínútu en það kom ekki að sök því fimmtán mínútum síðar gerði Radic annað mark sitt.

Joao Ananias kom með frábæran bolta frá hægri vængnum og náði Radic að fleyta honum með höfðinu í hornið. Annað mark hans í leiknum og það áttunda í deildinni.

Það var mikil barátta í leiknum í síðari hálfleiknum og Leiknismenn aðeins yfir í þeirri baráttu, en Njarðvíkingar náðu í mikilvægt þriðja mark á 77. mínútu og aftur var það Radic.

Boltinn kom inn á Radic sem náði ekki að klára í fyrsta, en fékk boltann aftur og fullkomnaði þrennuna. Radic nú næst markahæsti leikmaður deildarinnar.

Egill Ingi Benediktsson minnkaði muninn fyrir Leikni á 83. mínútu eftir sendingu Róberts Quental. Leikmenn Njarðvíkur runnu til er sending Róberts kom á fjær og þar gerði Egill engin mistök og skoraði örugglega.

Undir lok leiks var Sindri Björnsson nálægt því að jafna metin en skalli hans hafnaði í stönginni. Leiknismenn reyndu og reyndu, en aldrei kom jöfnunarmarkið. Lokatölur 3-2 og Njarðvík í öðru sæti með 24 stig en Leiknir í 10. sæti með 12 stig.

Tíu Keflvíkingar unnu ÍR

Tíu leikmenn Keflavíkur unnu ÍR, 1-0, á ÍR-vellinum í neðra Breiðholti.

Eina mark leiksins gerði Ásgeir Páll Magnússon á 6. mínútu. Hann lét vaða af löngu færi, boltinn af varnarmanni og í netið.

ÍR-ingar vildu fá vítaspyrnu á 40. mínútu er Marc McAusland fékk í teignum en ekkert dæmt. Fjórum mínútum síðar var Gunnlaugur Fannar Guðmundsson rekinn af velli fyrir olnbogaskot í Bergvin Fannar Hjaltason. Boltinn hvergi nálægt og gat Gunnlaugur ekki kvartað yfir þessu.

Heimamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn í síðari hálfleik. Bæði lið voru líkleg til að skora en fleiri urðu mörkin ekki. Keflavík fyrsta liðið til að vinna ÍR í Mjóddinni í ár.

ÍR er áfram í 4. sæti með 19 stig en Keflavík í 5. sæti með 18 stig eftir þrettán leiki.

Úrslit og markaskorarar:

Njarðvík 3 - 2 Leiknir R.
0-1 Omar Sowe ('5 )
1-1 Dominik Radic ('15 )
2-1 Dominik Radic ('41 )
3-1 Dominik Radic ('77 )
3-2 Egill Ingi Benediktsson ('83 )
Lestu um leikinn

ÍR 0 - 1 Keflavík
0-1 Ásgeir Páll Magnússon ('6 )
Rautt spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Keflavík ('44) Lestu um leikinn

Grótta 1 - 4 Afturelding
0-1 Elmar Kári Enesson Cogic ('19 )
1-1 Arnar Þór Helgason ('36 )
1-2 Aron Jóhannsson ('76 )
1-3 Arnar Þór Helgason ('78, sjálfsmark )
1-4 Elmar Kári Enesson Cogic ('82 )
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 20 10 5 5 43 - 26 +17 35
2.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
3.    Fjölnir 20 9 7 4 32 - 24 +8 34
4.    Afturelding 20 10 3 7 36 - 34 +2 33
5.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
6.    ÍR 20 8 8 4 28 - 24 +4 32
7.    Þróttur R. 20 7 6 7 30 - 26 +4 27
8.    Grindavík 20 6 7 7 38 - 38 0 25
9.    Leiknir R. 20 7 3 10 29 - 31 -2 24
10.    Þór 20 4 8 8 28 - 37 -9 20
11.    Grótta 20 4 4 12 29 - 46 -17 16
12.    Dalvík/Reynir 20 2 7 11 21 - 42 -21 13
Athugasemdir
banner
banner
banner