Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 18. júlí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matip sagður færast nær nýju félagi
Joel Matip.
Joel Matip.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joel Matip, fyrrum varnarmaður Liverpool, er á óskalistanum hjá þýsku meisturunum í Bayer Leverkusen.

Frá þessu segir fréttamaðurinn Patrick Berger.

Matip, sem er 32 ára, hefur yfirgefið Liverpool eftir farsælan tíma hjá félaginu. Matip kom til Liverpool árið 2016 á frjálsri sölu frá Schalke.

Varnarmaðurinn er fyrrum landsliðsmaður Kamerún og vann hann alla titla sem í boði voru hjá Liverpool, einu sinni hvern.

Það er sagt að Leverkusen vilji bæta við sig reynslumiklum miðverði í sumar og er Matip á óskalistanum. Félagið er búið að hafa samband við hann og hans teymi.

Mats Hummels er líka leikmaður sem Leverkusen er að skoða en hann yfirgaf Borussia Dortmund fyrir stuttu.
Athugasemdir
banner