Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matip sagður færast nær nýju félagi
Joel Matip.
Joel Matip.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joel Matip, fyrrum varnarmaður Liverpool, er á óskalistanum hjá þýsku meisturunum í Bayer Leverkusen.

Frá þessu segir fréttamaðurinn Patrick Berger.

Matip, sem er 32 ára, hefur yfirgefið Liverpool eftir farsælan tíma hjá félaginu. Matip kom til Liverpool árið 2016 á frjálsri sölu frá Schalke.

Varnarmaðurinn er fyrrum landsliðsmaður Kamerún og vann hann alla titla sem í boði voru hjá Liverpool, einu sinni hvern.

Það er sagt að Leverkusen vilji bæta við sig reynslumiklum miðverði í sumar og er Matip á óskalistanum. Félagið er búið að hafa samband við hann og hans teymi.

Mats Hummels er líka leikmaður sem Leverkusen er að skoða en hann yfirgaf Borussia Dortmund fyrir stuttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner