Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 12:18
Elvar Geir Magnússon
Milenkovic til Forest (Staðfest)
Nikola Milenkovic.
Nikola Milenkovic.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest hefur tilkynnt um komu varnarmannsins Nikola Milenkovic frá Fiorentina.

Þessum 26 ára Serba er ætlað að fylla skarð miðvarðarins Moussa Niakhate sem var seldur til Lyon í Frakklandi.

Milenkovic á 56 landsleiki fyrir Serbíu og lék alla leiki liðsins á nýafstöðnu Evrópumóti. Hann hóf feril sinn hjá Partizan í Belgrad.

Milenkovic spilaði 264 leiki fyrir ítalska félagið, skorað sautján mörk og átt fimm stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner