Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   fim 18. júlí 2024 12:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur lánar Kára til Njarðvíkur og færir Ísak Daða til (Staðfest)
Lengjudeildin
Ísak Daði lék á láni með Keflavík seinni hluta síðasta tímabil.s
Ísak Daði lék á láni með Keflavík seinni hluta síðasta tímabil.s
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur hefur lánað hinn 19 ára gamla Kára Vilberg Atlason til Njarðvíkur í Lengjudeildinni. Kári er uppalinn Bliki sem skrifaði undir samning við Víking fyrir síðasta tímabil.

Hann kom við sögu í leikjum með meistaraflokki í vetur og kom inn á í sigrinum gegn Víði í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann verður hjá Njarðvík út tímabilið.

Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem fór á reynslu til FC Nordsjælland og var í úrtakshóp U17 landsliðsins á sínum tíma.

Víkingur hefur þá fært Ísak Daða Ívarsson um set en hann var á láni hjá Þrótti. Ísak kom við sögu í tólf deildarleikjum og tveimur bikarleikjum með Þrótti og skoraði í þeim þrjú mörk.

Ísak, sem er tvítugur kantmaður, mun klára tímabilið með Gróttu.

Loks hefur Víkingur kallað til baka Hrannar Inga Magnússon (2005) sem var á láni hjá Grindavík. Hann kom einungis við sögu í sex leikjum með Grindavík fyrri hluta tímabilsi.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner