Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Willum Þór Willumsson á förum frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. Það er áhugi á honum bæði frá stærri félögum í Hollandi og félögum á Englandi.
Willum er algjör lykilmaður í hollenska liðinu sem vann sér nokkuð óvænt inn sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Hann var ekki með í síðasta æfingaleik og sagði þjálfarinn að hann væri að passa upp á hann en nefndi einnig að mikill áhugi væri á honum.
Willum er algjör lykilmaður í hollenska liðinu sem vann sér nokkuð óvænt inn sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Hann var ekki með í síðasta æfingaleik og sagði þjálfarinn að hann væri að passa upp á hann en nefndi einnig að mikill áhugi væri á honum.
Willum er 25 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og hefur verið í atvinnumennsku síðan 2019. Hann fór fyrst til BATE Borisov en var svo keyptur til Hollands sumarið 2022.
Willum á að baki níu landsleiki, spilaði sinn fyrsta keppnisleik í fyrra og var í nokkuð stóru hlutverki í síðustu undankeppni. Hann er samningsbundinn Go Ahead fram á sumarið 2026.
Athugasemdir