Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. ágúst 2019 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Lið Guðjóns skoraði fimm og lið Heimis gerði sex
Heldur í toppsætið.
Heldur í toppsætið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í NSÍ Runavík eru enn á toppi úrvalsdeildarinnar í Færeyjum.

NSÍ sótti AB Argir heim í dag og þar komst heimamenn 1-0 yfir í fyrri hálfleiknum. NSÍ jafnaði hins vegar fyrir leikhlé og gekk frá leiknum í seinni hálfleik.

Eftir frábæran seinni hálfleik voru lokatölur 5-1 fyrir NSÍ sem er á toppi deildarinnar með 42 stig eftir 18 leiki.

Lærisveinar Heimis Guðjónssonar völtuðu á sama tíma yfir ÍF frá Fuglafirði á útivelli. Brynjar Hlöðversson lék rúman klukkutíma í öruggum 6-0 sigri. Rene Joensen, fyrrum leikmaður Grindavíkur, skoraði eitt af mörkum HB.

HB, sem er ríkjandi meistari, hefur leikið 19 leiki og er í fjórða sæti með 38 stig.

Það eru 27 umferðir í færeysku úrvalsdeildinni og því nóg eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner