Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. ágúst 2019 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Mickael Cuisance til Bayern München (Staðfest)
Franski miðjumaðurinn Mickael Cuisance er genginn í raðir Bayern
Franski miðjumaðurinn Mickael Cuisance er genginn í raðir Bayern
Mynd: Bayern Munchen
Þýska stórveldið Bayern München hefur fest kaup á franska miðjumanninum Mickael Cuisance frá Borussia Monchengladbach.

Cuisance, sem er 20 ára gamall, er uppalinn hjá Strasbourg í Frakklandi áður en hann gekk í raðir Nancy árið 2014.

Þýska félagið Borussia Monchengladbach keypti hann frá Nancy árið 2017 og hefur hann spilað í heildina 39 leiki fyrir aðallið félagsins en hann er nú genginn í raðir stærsta félagsins í landinu.

Bayern München keypti hann í dag á 10 milljónir evra og skrifaði hann undir langtímasamning við félagið en Bayern er stórhuga á markaðnum í sumar.

Félagið er nú þegar búið að klófesta þá Ivan Perisic, Lucas Hernandez, Benjamin Pavard og Jann-Fiete Arp í sumar og verður Cuisance fimmti leikmaðurinn sem félagið fær en þá er brasilíski leikmaðurinn Philippe Coutinho á leið til Bayern á láni frá Barcelona.

Arjen Robben og Franck Ribery yfirgáfu Bayern í sumar og þurfti því félagið að bregðast hratt við. James Rodriguez var þá á láni hjá Bayern síðustu tvö tímabil frá Real Madrid en kólumbíski leikmaðurinn vildi ekki framlengja dvöl sína í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner