Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
   sun 18. ágúst 2024 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Dómarinn hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Ég er ánægður með liðið. Þetta var sterkt en vorum óheppnir að fá á okkur þetta mark í byrjun seinni hálfleiks, við náðum ekki að byrja leikinn alveg á tánum. Eftir það vorum við ógeðslega flottir. Við fáum sénsana og skorum líklega löglegt mark þannig það var pínu svekkjandi að fá ekki þrjú stig," sagði Siggi.

Birkir Heimsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég held að það sé örugglega rétt hjá dómaranum, hann hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona með því að dæma aukaspyrnu tvisvar í aðdragandanum. Ég held að Birkir viti það líka sjálfur að þetta sé líklega bara rautt spjald," sagði Siggi.

Þór skoraði mark eftir rúmlega klukkutíma leik en var dæmt af vegna rangstöðu. Siggi var svekktur með dóminn.

„Það er 50/50. Það er skrítið hversu mörg mörk eru dæmd af sem eru ekki rangstaða á móti því hversu mörg mörk standa sem eru rangstaða. Ég myndi halda að það væri svona 90 á móti 10 í prósentum. Mér finnst það skrítið svona miðað við að við viljum að sóknarmaðurinn fái að njóta vafans," sagði Siggi.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Þórs í fyrsta sinn og bar fyrirliðabandið.

„Frábært fyrir okkur og frábært fyrir leikmennina að fá hann inn í þetta með okkur. Hann sýnir leiðtogahæfileika og það var ekkert annað í stöðunni en að láta hann vera með bandið í dag," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner