Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 18. ágúst 2024 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Dómarinn hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Ég er ánægður með liðið. Þetta var sterkt en vorum óheppnir að fá á okkur þetta mark í byrjun seinni hálfleiks, við náðum ekki að byrja leikinn alveg á tánum. Eftir það vorum við ógeðslega flottir. Við fáum sénsana og skorum líklega löglegt mark þannig það var pínu svekkjandi að fá ekki þrjú stig," sagði Siggi.

Birkir Heimsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég held að það sé örugglega rétt hjá dómaranum, hann hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona með því að dæma aukaspyrnu tvisvar í aðdragandanum. Ég held að Birkir viti það líka sjálfur að þetta sé líklega bara rautt spjald," sagði Siggi.

Þór skoraði mark eftir rúmlega klukkutíma leik en var dæmt af vegna rangstöðu. Siggi var svekktur með dóminn.

„Það er 50/50. Það er skrítið hversu mörg mörk eru dæmd af sem eru ekki rangstaða á móti því hversu mörg mörk standa sem eru rangstaða. Ég myndi halda að það væri svona 90 á móti 10 í prósentum. Mér finnst það skrítið svona miðað við að við viljum að sóknarmaðurinn fái að njóta vafans," sagði Siggi.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Þórs í fyrsta sinn og bar fyrirliðabandið.

„Frábært fyrir okkur og frábært fyrir leikmennina að fá hann inn í þetta með okkur. Hann sýnir leiðtogahæfileika og það var ekkert annað í stöðunni en að láta hann vera með bandið í dag," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner