Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 18. september 2020 14:13
Magnús Már Einarsson
Liverpool að selja Ki-Jana Hoever til Wolves
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Liverpool sé að selja varnarmanninn unga Ki-Jana Hoever til Wolves.

Sagt er að kaupverðið hljóði upp á tíu milljónir punda.

Hinn 18 ára gamli Hoever spilaði tvo leiki í enska deildabikarnum á síðasta tímabili og var einu sinni á bekknum í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi hollenski unglingalandsliðsmaður kom til Liverpool frá Ajax á 90 þúsund pund árið 2018 og því eru ensku meistararnir að hagnast vel á þessari sölu.

Hoever getur spilað bæði sem hægri bakvörður og í hjarta varnarinnar.
Athugasemdir
banner