Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. september 2022 13:15
Ívan Guðjón Baldursson
Jói Hreiðars og Peddi hættir eftir að hafa komið Dalvíkingum upp
Mynd: Aðsend

Jóhann Hreiðarsson og Pétur Heiðar Kristjánsson, einnig þekktur sem Peddi, hafa látið af störfum hjá Dalvík/Reyni eftir að hafa tekist að koma liðinu upp úr 2. deild.


Dalvíkingar enduðu með 47 stig úr 22 umferðum, jafnir Sindra á stigum á toppi deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan KFG sem lýkur keppni í þriðja sæti.

Jói Hreiðars og Peddi hafa stýrt Dalvíkurliðinu saman síðasta árið en Peddi hefur verið við stjórnvölinn í tvö ár.

Dalvíkingar voru síðast í 2. deild fyrir tveimur árum síðan. Þeir féllu sumarið 2020 og munu freista þess að halda sæti sínu í deildinni sumarið 2023.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner