Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   mán 18. september 2023 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ákvörðun Hareide kom Kolbeini á óvart
Icelandair
watermark Fyrir leikinn gegn Bosníu.
Fyrir leikinn gegn Bosníu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kolbeinn Finnsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Lyngby í Danmörku, ræddi við danska fjölmiðilinn bold.dk fyrir helgi. Hann ræddi um síðustu landsleiki og þá staðreynd að hann var í byrjunarliði Íslands í báðum leikjunum.

Hann var að spila sína fyrstu leiki í rúmlega fjögur og hálft ár, en síðustu og einu leikirnir sem hann átti fyrir með landsliðinu voru spilaðir í janúar 2019.

„Þetta kom skemmtilega á óvart. Ég var mjög glaður að treysti mér til að byrja báða leiki og mér fannst ég gera vel," sagði Kolbeinn um ákvörðun landsliðsþjálfarans Age Hareide.

„Ég var hissa og glaður á sama tíma þegar hann sagði mér liðsvalið. Ég var pínu stressaður fyrir leik en á sama tíma mjög stoltur og spenntur."

„Þetta var klárlega sérstakt augnablik. Það var fullkomið kvöld þegar við unnum Bosníu."


Hareide sagði sjálfur í vitðali við Fótbolta.net að hann hefði fylgst með Kolbeini hjá Lyngby.

Sjá einnig:
Heillaði Hareide og kom sér í hópinn - „Framtíð Kolbeins lítur vel út"

„Ég vissi að hann hefði fylgst með leikjunum sem ég hef spilað með Lyngby og hefði verið á vellinum í sumum tilvikum. Ég ræddi við hann eftir leik í ágúst, og ég var að vona að hann myndi velja mig ef ég stæði mig vel."

„Ég er mjög stoltur af þessu. Þetta er eitthvað sem þig dreymir um frá því að þú ert barn. Ég vissi að ég gæti gert þetta og ég er mjög stoltur,"
sagði Kolbeinn við bold.dk.

Sjá einnig:
Kolbeinn vonast til að fá kallið aftur - „Mér fannst ég eiga það skilið“
„Öll þjóðin er spennt fyrir Orra“
Athugasemdir
banner
banner