Fylkir greinir frá því í dag að tvíburarnir Þorkell og Þóroddur Víkingssynir séu búnir að framlengja samninga sína við félagið út tímabilið 2026.
Þeir eru fæddir árið 2004 og eru báðir lykilmenn í 2. flokki Fylkis. Þorkell hefur spilað með Elliða í 3. deildinni í sumar og Þóroddur hefur verið í kringum meistaraflokk Fylkis.
Þeir eru fæddir árið 2004 og eru báðir lykilmenn í 2. flokki Fylkis. Þorkell hefur spilað með Elliða í 3. deildinni í sumar og Þóroddur hefur verið í kringum meistaraflokk Fylkis.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 2 ÍBV
Þóroddur gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fylki í gær þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn ÍBV í Bestu deildinni. Markið skoraði hann mjög fljótlega eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
„Við fögnum því að okkar ungu leikmenn haldi tryggð við félagið og hlökkum til að sjá þessa efnilegu leikmenn blómstra á næstu árum!" segir í tilkynningu Fylkis.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir