Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengsta vítakeppni í sögu keppninnar
Stefán Teitur sneri aftur í liðið hjá Preston eftir veikindi.
Stefán Teitur sneri aftur í liðið hjá Preston eftir veikindi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Preston vann í gær sigur á Fulham í 32-liða úrslitum enska deildabikarsins. Það voru óvæntustu úrslit kvöldsins.

Það þurfti að grípa í vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið færi áfra. Ryan Ledson (Preston) og Reiss Nelson (Fulham) skoruðu mörkin í venjulegum leiktíma. Við tók lengsta vítakeppni í 64 ára sögu keppninnar. Alls voru tekin 34 víti sem er met í keppninni, lengsta vítaspyrnukeppi í sögu deildabikarsins.

Bæði lið klikkuðu í 9. umferð keppninnar en skoruðu þar fyrir utan bæði alveg fram í 17. umferð.

Þar klikkaði Timothy Castagne fyrir Fulham og Ledson skoraði svo í kjölfarið og skaut Preston áfram. Lokatölur í vítakeppninni: 16-15.

Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Preston í leiknum en var tekinn af velli í seinni hálfleik. Það kemur í ljós í næstu viku hvaða andstæðing Preston fær í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner