Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 09:15
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba
Powerade
Real Madrid horfir til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Trent Alexander-Arnold.
Real Madrid horfir til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Trent Alexander-Arnold.
Mynd: EPA
Adeyemi er orðaður við Manchester United.
Adeyemi er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Newcastle vill Angel Gomes.
Newcastle vill Angel Gomes.
Mynd: Getty Images
Real Madrid horfir til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni og Manchester United hefur áhuga á sóknarleikmanni Dortmund. Þetta og meira í slúðurpakkanum í dag.

Real Madrid vill fá Rodri (28), miðjumann Manchester City, Trent Alexander-Arnold (25), varnarmann Liverpool, og annað hvort William Saliba (23), miðvörð Arsenal, eða Cristian Romero (26), miðvörð Tottenham. (Independent)

Real Madrid mun reyna við Alexander-Arnold næsta sumar, en spænska félagið hefur verið í sambandi við umboðsmenn hans í nokkur ár. (Teamtalk)

Manchester City er vel í stakk búið til að geta keypt Jamal Musiala (21), þýskan landsliðsmann Bayern München. (Football Insider)

Manchester United hefur áhuga á Karim Adeyemi (22), þýskum framherja Borussia Dortmund, en gæti fengið samkeppni frá Newcastle og Liverpool. (Teamtalk)

Newcastle er í hópi úrvalsdeildarfélaga sem hafa áhuga á Angel Gomes (24), enskum miðjumanni Lille, sem verður samningslaus í lok tímabilsins. (Football Insider)

West Ham og Manchester United hafa mikinn áhuga á þýska miðjumanninum Leon Goretzka (29), sem er ósáttur eftir að hafa misst sæti sitt hjá Bayern München. (Sun)

Everton lítur á enska markvörðinn Jordan Pickford (30) sem einn mikilvægasta leikmann sinn og hefur engin áform um að skipta honum út fyrir Nick Pope (32). (Teamtalk)

Franski framherjinn Anthony Martial (28) er að fara til AEK Aþenu á frjálsri sölu eftir brottför hans frá Manchester United í sumar. (Fabrizio Romano)

Arsenal og Newcastle gætu reynt við þýska kantmanninn Leroy Sane (28) sem er að sögn óánægður hjá Bayern München. (Caught Offside)

Aston Villa, Nottingham Forest, Wolves og West Ham eru meðal félaga sem hafa áhuga á franska varnarmanninum Oumar Solet (24) hjá Red Bull Salzburg. (HITC)

Liverpool vill fá varnarsinnaðan miðjumann og vinstri miðvörð í janúar. (Football Insider)

Arsenal er að fylgjast með kanadíska framherjanum Jonathan David (24) sem er á síðasta ári samnings síns við Lille. (Caught Offside)

Bournemouth, Fulham og Wolves hafa áhuga á kamerúnska varnarmanninum Joel Matip (33) sem er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Liverpool í sumar. (HITC)

Tottenham ætlar að bjóða varnarmanninum Romero nýjan samning til að hindra áhugasöm félög. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner