Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. október 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: De Gea gæti verið klár á morgun
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki vera viss um að David De Gea, markvörður Manchester United, verði fjarverandi í leik liðanna á sunnudag.

De Gea meiddist í leik með spænska landsliðinu í vikunni en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði í morgun að meiðslin séu ekki jafn alvarleg og talið var en hann yrði þó líklega ekki klár í leikinn á sunnudag.

„Í gær var sagt að það væri 'enginn möguleiki'. Í dag 'kannski' á morgun verður það örugglega 'möguleiki," sagði Klopp.

Klopp reiknar með að Anthony Martial snúi aftur eftir meiðsli í leiknum á sunnudag.

„Ég býst við því að Martial, Rashford og James verði á vellinum. Þeir hafa hraða og gæði út um allan völl," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner