Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. október 2019 14:42
Magnús Már Einarsson
Landsliðsþjálfari Búlgaríu segir af sér
Krasimir Balakov.
Krasimir Balakov.
Mynd: Getty Images
Krasimir Balakov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, hefur sagt starfi sínu lausu en Sky Sports greinir frá þessu.

Búlgaría tapaði 6-0 gegn Englandi í vikunni. Flestar fréttir í kringum leikinn snerust um kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum Búlgaríu.

Balakov sagðist eftir leikinn ekki hafa heyrt fordómana og neitaði að biðjast afsökunar á hegðun stuðningsmanna. Síðar sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar.

Borislav Mihaylov, forseti knattspyrnusambandsins, sagði upp störfum í vikunni og Balakov hefur líka gert slíkt hið sama.

Samkvæmt frétt Sky Sports hefur öll stjórn búlgarska knattspyrnusambandsins einnig sagt af sér.
Athugasemdir
banner