Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 18. október 2020 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Emil gerði jafntefli - Óttar á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson spilaði fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli Padova gegn Legnano Salus í ítölsku C-deildinni í dag.

Gestirnir í Legnano voru með forystuna í hálfleik en heimamenn í Padova náðu að jafna á 79. mínútu.

Meira var ekki skorað og er Padova með átta stig eftir fimm umferðir.

Í B-deildinni gerði Venezia markalaust jafntefli við Cremonese og var Óttar Magnús Karlsson ónotaður varamaður.

Venezia er með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Padova 1 - 1 Legnano Salus

Cremonese 0 - 0 Venezia

Athugasemdir
banner
banner