Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 18. október 2021 20:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fáir skorað meira en Benteke gegn Arsenal
Leikur Arsenal og Crystal Palace er í fullum gangi þessa stundina.

Pierre Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir snemma leiks en við það vöknuðu Palace menn en Ramsdale sá til þess að Arsenal var yfir í hálfleik.

Christian Benteke jafnaði hinsvegar metin strax í upphafi síðari hálfleiks með góðu skoti framhjá Ramsdale.

Það hefur gengið vel hjá Benteke að skora á Emirates heimavelli Arsenal en þetta var fjórða markið hans þar. Aðeins Jamie Vardy hefur skorað fleiri mörk en hann hefur skorað fimm stykki.


Athugasemdir
banner