Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Wijnaldum um rasisma í Hollandi: Hélt þetta væri að baki
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að kynþáttafordómar hafa verið að aukast víðs vegar um Evrópu og á það einnig við um Holland.

Stöðva þurfti leik Elíasar Más Ómarssonar og félaga í Excelsior vegna rasisma gegn liðsfélaga Elíasar. Hollenski landsliðsmaðurinn og tónlistarmaðurinn Memphis Depay er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið og bættisti Georginio Wijnaldum, hollenskur leikmaður Liverpool, við hópinn í dag.

„Í hollenska landsliðinu erum við eitt lið og lítum ekki á hörundslit. Við spilum fyrir fókið og 'Oranje' (appelsínugulu) treyjuna," sagði Wijnaldum, sem á 61 A-landsleik að baki.

„Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast í Hollandi, þetta er alvarlegt félagslegt vandamál. Ég hélt þetta væri að baki hérna í Hollandi en greinilega ekki.

„Ég er ekki sáttur með viðbrögð þjálfarans og félagsins sem áttu í hlut. Það verður að fordæma svona hegðun harðlega og taka á vandamálinu um leið og það á sér stað."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner