Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 18. nóvember 2020 09:35
Magnús Már Einarsson
Hamren: Tók ákvörðunina fyrir löngu síðan
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, stýrir sínum síðasta leik í kvöld þegar Ísland mætir Englandi í Þjóðadeildinni.

Hamren tilkynnti ákvörðun sína á laugardaginn, tveimur dögum eftir að Ísland tapaði gegn Ungverjum í umspili um sæti á EM.

Hamren segist hafa ákveðið fyrir löngu síðan að hann myndi hætta ef Ísland myndi ekki komast á EM. Hamren segir þetta í viðtali við Stöð 2 Sport.

„Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Markmiðið var að fara með Ísland á EM og ég hafði trú á því þegar ég tók við starfinu. Ég hef verið þar tvisvar með Svíþjóð og að eiga möguleika á að fara þangað með Íslandi hefði verið frábært. Svo hætta eftir það og láta einhvern annan taka við," sagði Hamren í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport.

„Ég hafði hugsað um þetta og við vorum fimm mínútum frá EM. Ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef okkur tækist ekki að komast á EM. Þetta var spurning sem ég hafði hugsað í langan tíma. Ég tók ákvörðunina fyrir einhverju síðan og hefði sagt þetta sama ef við hefðum tapað undanúrslitaleiknum gegn Rúmeníu [í síðasta mánuði]. Ég veit ekki hvenær ég tók ákvörðunina en það var fyrir löngu síðan."


Athugasemdir
banner
banner