Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. nóvember 2020 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Bergmann lék sinn fyrsta landsleik á Wembley
Icelandair
Ísak og Phil Foden
Ísak og Phil Foden
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann Jóhannesson lék í kvöld sinn fyrsta A-landsleik þegar hann kom inn á gegn Englandi á Wembley.

Ísak er 17 ára gamall og var kallaður inn í landsliðshópinn eftir leik Íslands og Írlands í forkeppni U21 árs landsliðsins.

Ísak kom inn á 88. mínútu og skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson þetta í textalýsingu frá leiknum: „Sautján ára gamall kemur inn á gegn fæðingarþjóð sinni. Þetta gæti verið merkileg stund fyrir Ísland!"

Ísak lék kom inn á fyrir Birki Bjarnason og lék á miðjunni síðustu mínúturnar. Ísak er fæddur á Englandi eins og Guðmundur kemur inn á. Hann lék í treyju númer sjö í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner