Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 18. nóvember 2020 12:37
Elvar Geir Magnússon
Skýrist á næstu dögum hvort Guðjón verður áfram í Ólafsvík
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson og Víkingur Ólafsvík hafa verið í viðræðum varðandi mögulegt áframhald en óvíst er hvort Guðjón verður áfram við stjórnvölinn hjá félaginu.

Valtýr Björn Valtýsson spurði Guðjón að því í þættinum Mín skoðun hvort hann yrði áfram?

„Ég get ekki svarað því. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir. Það skýrist á næstu dögum," segir Guðjón.

„Menn eru að reyna að prjóna þetta saman og það hlýtur að fara að sjá fyrir endann á því hvernig þeir ætla að standa að sínum málum. Þá skýrist myndin."

Víkingur Ólafsvík endaði í 9. sæti í Lengjudeildinni í sumar.
Athugasemdir
banner