England vann 2-0 sigur á Möltu í undankeppni EM í gær þar sem Harry Kane skoraði seinna mark liðsins í síðari hálfleik en Enrico Pepe varð fyrir því óláni að koma Englandi yfir með sjálfsmarki í fyrri hálfleik.
Mikel Arteta stjóri Arsenal hefur verið ákærður fyrir að gagnrýna dómgæsluna eftir tap Arsenal gegn Newcastle í byrjun þessa mánaðar en Bukayo Saka leikmaður Arsenal og enska landsliðsins vildi ekki tjá sig um dómgæsluna í gær.
Declan Rice skoraði þriðja mark Englands en markið var dæmt af þar sem Kane var dæmdur rangstæður.
„Ég ætla ekki að tjá mig um VAR í kvöld. Einbeitum okkur að sigrinum, stigunum þremur og verum jákvæð," sagði Saka.
Saka kom inn á sem varamaður í hálfleik og lagði upp markið á Kane. Kane fékk gult spjald fyrir dýfu í leiknum en Saka var spurður hvort hann hafi vitað til þess að Kane hafi einhvern tíman verið með leikaraskap.
„Nei. Þótt ég hefði séð það myndi ég ekki segja það núna. Hann er ekki dýfari. Þetta var augljóst víti að mínu mati. Ef VAR hefði skoðað það hefði þessu verið breytt, ég veit ekki hvað þeir sáu," sagði Saka.