Lengsta undirbúningstímabil í heimi er farið af stað hér á klakanum og áttust Breiðablik og Stjarnan við í Bose-mótinu í hádeginu í dag.
Ágúst Eðvald Hlynsson, Jason Daði Svanþórsson og Viktor Karl Einarsson skoruðu mörk Blika í góðum sigri undir stjórn Halldórs Árnasonar.
Blikar unnu 3-0 sigur og má sjá mörk leiksins hér fyrir neðan. Viktor Karl skoraði sérstaklega glæsilegt mark með fullkominni tilraun af 45 metra færi.
Sex bestu lið síðustu leiktíðar í Bestu deildinni etja kappi á Bose mótinu og eru Breiðablik og Stjarnan með KR í riðli.
Mörkin úr leiknum í dag. Ágúst Hlyns skoraði fyrsta markið eftir aðeins rúmar 25 sekúndur og Jason Daði annað mark eftir rúmar þrjár mínútur. Viktor Karl skoraði svo stórglæsilegt mark af um 45 metra færi. pic.twitter.com/RCOcK81HU5
— Blikar.is (@blikar_is) November 18, 2023
Athugasemdir