Danski fjölmiðillinn Ekstra bladet fjallar um það í dag að RB Salzburg hefði boðið nálægt 100 milljónir danskra króna í íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson. Í þeirri tölu séu allar mögulegar bónusgreiðslur teknar með í reikninginn.
FC Kaupmannahöfn, liðið sem Hákon er samningsbundinn, er sagt hafa hafnað tilboðinu. 100 milljónir danskra króna er rúmlega 2,1 milljarður íslenskra króna.
FC Kaupmannahöfn, liðið sem Hákon er samningsbundinn, er sagt hafa hafnað tilboðinu. 100 milljónir danskra króna er rúmlega 2,1 milljarður íslenskra króna.
Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Salzburg komi með nýtt tilboð eða hvort félagið leiti annað að liðsstyrk.
Hákon er samningsbundinn FCK fram á sumarið 2026. Hákon var valinn fótboltamaður ársins hér á Íslandi í fyrra. Á því ári varð hann danskur meistari með FCK, stimplaði sig inn í A-landsliðið og skoraði í Meistaradeildinni.
Hákon er einungis nítján ára gamall og er greinilega í miklum metum hjá FCK.
Sjá einnig:
Hákon Arnar stoltur af áhuga RB Salzburg - „Risa félag"
Hákon á óskalista RB Salzburg
Hákon í viðræðum við FCK um nýjan samning
Athugasemdir