Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   fim 19. janúar 2023 11:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FCK hafnaði risatilboði í Hákon
Hákon Arnar
Hákon Arnar
Mynd: Getty Images
Danski fjölmiðillinn Ekstra bladet fjallar um það í dag að RB Salzburg hefði boðið nálægt 100 milljónir danskra króna í íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson. Í þeirri tölu séu allar mögulegar bónusgreiðslur teknar með í reikninginn.

FC Kaupmannahöfn, liðið sem Hákon er samningsbundinn, er sagt hafa hafnað tilboðinu. 100 milljónir danskra króna er rúmlega 2,1 milljarður íslenskra króna.

Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Salzburg komi með nýtt tilboð eða hvort félagið leiti annað að liðsstyrk.

Hákon er samningsbundinn FCK fram á sumarið 2026. Hákon var valinn fótboltamaður ársins hér á Íslandi í fyrra. Á því ári varð hann danskur meistari með FCK, stimplaði sig inn í A-landsliðið og skoraði í Meistaradeildinni.

Hákon er einungis nítján ára gamall og er greinilega í miklum metum hjá FCK.

Sjá einnig:
Hákon Arnar stoltur af áhuga RB Salzburg - „Risa félag"
Hákon á óskalista RB Salzburg
Hákon í viðræðum við FCK um nýjan samning
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner