Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. febrúar 2020 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Jafnt hjá FH og Gróttu í Skessunni
Kristófer Orri jafnaði fyrir Gróttu með umdeildu marki.
Kristófer Orri jafnaði fyrir Gróttu með umdeildu marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 1 - 1 Grótta
1-0 Óskar Atli Magnússon ('45, víti)
1-1 Kristófer Orri Pétursson ('54)

FH og Grótta skildu jöfn þegar liðin mættust í A-deild Lengjubikars karla í kvöld. Leikið var í Skessunni.

Heimamenn í FH komust yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Óskar Atli Magnússon, strákur fæddur árið 2002, skoraði af vítapunktinum. FH fór því 1-0 yfir inn í leikhléið.

Snemma í seinni hálfleiknum jöfnuðu hins vegar Gróttumenn. Kristófer Orri Pétursson tók aukaspyrnu sem fór í slána og niður; nokkuð erfitt var að sjá hvort boltinn hefði farið inn. Línuvörðurinn dæmdi ekki mark og var það Pétur Guðmundsson, aðaldómari, sem dæmdi markið. FH-ingar voru ekki sáttir og fékk Guðmann Þórisson, leikmaður FH, rautt á varamannabekknum.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur 1-1 í þessum leik. FH er með sjö stig eftir þrjá leiki og Grótta með fjögur stig eftir tvo.

Byrjunarlið FH: Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m), Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Kristjánsson, Guðmann Þórisson, Björn Daníel Sverrisson, Steven Lennon, Atli Guðnason, Þórður Þorsteinn Þórðarson, Óskar Atli Magnússon, Þórir Jóhann Helgason, Logi Hrafn Róbertsson.

Byrjunarlið Gróttu: Hákon Rafn Valdimarsson (m), Halldór Kristján Baldursson, Arnar Þór Helgason, Pétur Theódór Árnason, Kristófer Scheving, Kristófer Orri Pétursson, Óskar Jónsson, Kjartan Kári Halldórsson, Dagur Guðjónsson, Valtýr Már Michaelsson, Óliver Dagur Thorlacius.
Athugasemdir
banner
banner
banner