sun 19. febrúar 2023 18:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Hvernig var þetta ekki rautt spjald?"
Mynd: Getty Images

Brendan Rodgers stjóri Leicester var svekktur eftir tap liðsins gegn Manchester United í dag.


Hann vildi meina að hans menn hefðu átt að vera manni fleiri eftir að Marcel Sabitzer tæklaði Wout Faes illa.

„Ég tek það út úr þessu að við hefðum átt að vera spila gegn tíu mönnum. Með takkana á undan sér í hnéið á Wout, hvernig er þetta ekki rautt spjald?" Sagði Rodgers.

Greame Souness, sérfræðingur hjá Sky Sports var á sama máli og Rodgers.

„Þetta er rautt spjald. Sabitzer fer á hliðina, þetta er klassískt atvik þar sem þú ert að reyna meiða einhvern, svona gerir þú það. Ef hann snertir boltann, hvað ætlar hann að gera við hann? Hann er að reyna fara í leikmanninn, ef þetta er ekki hættulegt atvik hvað er það þá?" Sagði Souness.

Gary Neville fyrrum varnarmaður Manchester United lýsti leiknum á Sky Sport.

„Mér finnst þetta ekki vera rautt, hann dregur fótinn til baka og fór ekki í gegn með því afli sem hefði þurft," sagði Neville í útsendingunni.

Atvikið var skoðað en að lokum fékk hann enga áminningu.


Athugasemdir
banner
banner
banner