Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. febrúar 2023 16:10
Aksentije Milisic
Ítalía: Tvenna Immobile kom Lazio í fjórða sætið
Mynd: EPA

Tveimur leikjum var að ljúka í Serie A deildinni á Ítalíu en Lazio náði að nýta sér tap Atalanta fyrr í dag en liðið heimsótti Salernitana.


Ítalski sóknarmaðurinn Ciro Immobile skoraði tvennu í síðari hálfleiknum fyrir Lazio og kláraði leikinn en hann hefur mikið verið meiddur á þessari leiktíð.

Hann hefur verið að komast á lappir en hann skoraði einnig í sigri liðsins í Sambandsdeildinni í miðri viku. Með sigrinum fór Lazio upp í fjórða sæti en Roma getur tekið það í sínar hendur vinni liðið Hellas Verona í kvöld.

Þá skildu Fiorentina og Empoli jöfn þar sem Arthur Cabral bjargaði stigi seint fyrir þá fjólubláu.

Fiorentina 1 - 1 Empoli
0-1 Nicolo Cambiaghi ('28 )
1-1 Arthur Cabral ('85 )

Salernitana 0 - 2 Lazio
0-1 Ciro Immobile ('60 )
0-2 Ciro Immobile ('69 , víti)
0-2 Luis Alberto ('90 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Dylan Bronn, Salernitana ('90)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner