Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. febrúar 2023 10:20
Aksentije Milisic
Tottenham vill fá Rudiger - Rashford mun kosta 120 milljónir punda
Powerade
Rudiger.
Rudiger.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Rudiger, Rashford, De Gea, Milinkovic-Savic, Alvarez, Felix og fleiri góðir eru í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
_____________________________


Tottenham hefur áhuga á að kaupa Antonio Rudiger, 29 ára varnarmann Real Madrid, næsta sumar. (Fijaches)

Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, mun kosta 120 milljónir punda ef þessi 25 ára gamli leikmaður verður seldur næsta sumar. (Star)

Manchester United er tilbúið að gefa David De Gea, markverði liðsins, 250 þúsund pund á viku til að halda honum á Old Trafford. Liðið fylgist þó með Illan Meslier, 22 ára markverði Leeds, sem framtíðarlausn. (Sun)

Sir Jim Ratcliffe bauð í Manchester United en tilboðið hans er 1 milljarða punda lægra heldur en 5 milljarða punda tilboð Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani. (FootMercato)

West Ham gæti reynt að fá fjóra leikmenn Manchester United í sumar. Það eru þeir Harry Maguire (29), Scott McTominay (26), Donny van de Beek (25) og Anthony Martial (27) (CaughtOffside)

Hamrarnir ætla þá að reyna fá Sergej Milinkovic Savic, 27 ára miðjumann Lazio, til liðsins ef Declan Rice (24), fyrirliði liðsins, yfirgefur liðið í sumar. (Sun)

Manchester City ætlar að hefja samningsviðræður við Julian Alvarez en þessi 23 ára gamli Argentínumaður kom til liðsins síðasta sumar. Hann varð Heimsmeistari með Argentínu á HM í Katar. (Mirror)

Barcelona náði samkomulagi við Atletico Madrid um að kaupa Joao Felix í janúar mánuði árið 2022 en skiptin fóru ekki í gegn vegna Financial Fair Play reglunnar. (AS)

Blackburn Rovers hefur boðið sóknarmanninum frá Chile, Ben Brereton Diaz (23), 30 þúsund pund á viku í eitt ár til hrekja burt áhuga frá Villareal. (Sun)

Newcastle United ætlar að reyna fá Antonee Robinson í sumar. Hann er 25 ára bakvörður Fulham. (Football Insider)

Lewis O'brien, 24 ára miðjumaður Nottingham Forest, hefur vakið áhuga liða í MLS deildinni. New York City, Columbus Crew og Atlanta United hafa öll áhuga. (Sun)

Liverpool hefur hafið viðræður um kaup á hinum 19 ára gamla Kevin Mantilla. Hann er leikmaður Independiente Santa Fe. (Football Insider)

Crystal Palace og West Ham hafa áhuga á Alex Scott sem er 19 ára miðjumaður Bristol City. Hann myndi kosta 20 milljónir punda. (Sun)


Athugasemdir
banner
banner
banner