Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Dan Ashworth sendur í leyfi (Staðfest)
Mynd: FA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Newcastle United er búið að staðfesta að Dan Ashworth hefur verið sendur í leyfi frá félaginu. Hann verður því áfram á fullum launum en mun ekki halda starfi sínu sem yfirmaður fótboltamála áfram.

Ashworth vill skipta yfir til Manchester United og hefur hann tilkynnt það til stjórn Newcastle, sem ákvað að senda hann í leyfi og hefja samningsviðræður við Man Utd um kaupverð.

Talið er að Newcastle vilji ekki leyfa Ashworth að yfirgefa félagið fyrir minna en 10 til 20 milljónir punda þar sem hann á rúmlega tvö ár eftir af samningi.

„Við erum auðvitað vonsviknir að Dan hafi tekið ákvörðun um að yfirgefa félagið en vinna okkar hér heldur áfram og við höfum strax hafið leit að verðugum arftaka fyrir stöðuna," sagði Darren Eales, framkvæmdastjóri Newcastle. „Við þökkum Dan fyrir störf sín fyrir félagið og óskum honum og fjölskyldu hans alls hins besta."

Ashworth er efstur á óskalista Sir Jim Ratcliffe, nýjum minnihlutaeigenda í Manchester United sem hefur tekið yfir fótboltalegu hlið félagsins. Ratcliffe er staðráðinn í því að ráða rétta menn í stjórnendastörf hjá Man Utd og ætti Jason Wilcox, yfirmaður fótboltamála hjá Southampton, að vera næstur inn eftir Ashworth.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner