Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 11:00
Aksentije Milisic
Rayo spilaði boltanum úr vítaspyrnu - Endaði hörmulega og kostaði sigurinn
Oscar Trejo fagnaði ekki eftir vítaspyrnuna í gær.
Oscar Trejo fagnaði ekki eftir vítaspyrnuna í gær.
Mynd: EPA

Skondið atvik átti sér stað í leik Rayo Vallecano og Girona í La Liga deildinni á Spáni. Bæði liðin eru um miðja deild en þessum leik lauk með 2-2 jafntefli.


Hann gat hins vegar farið allt öðruvísi. Í stöðunni 2-1 fyrir heimamenn í Rayo fékk liðið vítaspyrnu seint í fyrri hálfleiknum. Oscar Trejo steig á punktinn og virtist ætla þruma í knöttinn.

Hann kom hins vegar öllum á óvart og renndi boltanum til hliðar þar sem Isi Palazón kom á fleygiferð og átti augljóslega einungis eftir að renna boltanum framhjá markmanni gestanna og í netið.

Það mistókst hrapalega en Palazón setti boltann yfir markið. Þetta kom hressilega í bakið á heimamönnum en Girona náði að jafna leikinn og endaði hann með jafntefli, 2-2.

Luis Suarez og Lionel Messi tóku eins útfærslu um árið og þá gekk hún upp. Þá renndi Messi boltanum á Suarez sem kláraði færið.

Sjáðu klúðrið hjá Rayo Vallecano hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner