Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Sveindís og stöllur steinlágu á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Wolfsburg 1 - 4 Barcelona
0-1 Caitlin Dijkstra ('26, sjálfsmark)
0-2 Irene Paredes ('50)
0-3 Salma Paralluelo ('53)
1-3 Janina Minge ('79)
1-4 Sydney Schertenleib ('88)

Wolfsburg tók á móti Barcelona í risaslag í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag og voru gestirnir frá Spáni talsvert sterkari allan leikinn.

Það var aðeins eitt lið á vellinum þar sem heimakonur í Wolfsburg réðu engan veginn við Börsunga. Staðan var þó aðeins 0-1 í leikhlé, en Irene Paredes og Salma Paralluelo skoruðu báðar í síðari hálfleik til að breyta stöðunni.

Sveindísi Jane Jónsdóttur var skipt inn af bekknum á 60. mínútu í stöðunni 0-3, en lokatölur urðu 1-4.

Barca er því komið í fullkomna stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli og stefnir áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar enn eina ferðina. Börsungar hafa unnið keppnina síðustu tvö ár í röð og þær hafa unnið þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum, auk þess að lenda einu sinni í öðru sæti.

Lyon er einnig í góðri stöðu í einvígi sínu gegn FC Bayern á meðan Arsenal er með gríðarlega erfiða áskorun gegn Real Madrid eftir tap á útivelli.

Ensku stórveldin Manchester City og Chelsea eigast við í seinni leik kvöldsins í Meistaradeildinni. Hann hefst klukkan 20:00.
Athugasemdir
banner
banner