Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 19. apríl 2024 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá hef ég fulla trú á því að það sé ekkert of langt í stórmót aftur"
Icelandair
Erfitt að geta ekki hjálpað.
Erfitt að geta ekki hjálpað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér finnst vera stígandi.
Mér finnst vera stígandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Hann tékkar reglulega á því hvernig ástandið er á mér eftir aðgerðina.
Hann tékkar reglulega á því hvernig ástandið er á mér eftir aðgerðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maður er ekki 22 ára lengur og það tekur lengri tíma að ná sér af meiðslum og eftir aðgerðir
Maður er ekki 22 ára lengur og það tekur lengri tíma að ná sér af meiðslum og eftir aðgerðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er leikmaður ennþá þangað til skórnir fara upp á hilluna. Þegar það gerist fer ég að einblína á það að verða þjálfari.
Ég er leikmaður ennþá þangað til skórnir fara upp á hilluna. Þegar það gerist fer ég að einblína á það að verða þjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsleikur númer 103 hjá Aroni Einar Gunnarssyni, fyrirliða liðsins, kom gegn Slóvakíu síðasta haust. Frá þeim leik liðu fimm mánuðir þar til hann sneri aftur á völlinn en það gerði hann í síðustu viku.

Fótbolti.net ræddi við landsliðsfyrirliðann í dag og er þetta þriðji og síðasti hluti viðtalsins. Aron sagði að hann vonaðist til þess að vera í nægilega góðu standi til að geta spilað vináttuleikina í júní þar sem Ísland mætir Englandi og Hollandi.

Aron var hins vegar enn að jafna sig eftir aðgerð þegar Ísland lék í lok mars í umspilinu um sæti á EM í sumar.

Hvernig var að fylgjast með landsliðinu núna í mars?

„Mér fannst ýmsir hlutir góðir, Ísraelsleikurinn var mjög góður. Það var erfitt að horfa á Úkraínuleikinn eins og er alltaf þegar ég er ekki með landsliðinu - að geta ekki hjálpað."

„Mér finnst vera stígandi, það er svipaður fílingur í þessu og þegar við töpuðum fyrir Króatíu í umspilinu fyrir HM 2014. Ég veit að þetta umspil kom út úr Þjóðadeildinni en ekki riðlinum sjálfum. Það var samt viss stígandi þá, fannst við vera á ágætu róli."

„Við komumst yfir á móti Úkraínu sem var virkilega vel, svo voru það gæði hjá þeim sem sköpuðu sigurinn fyrir þá."

„Það eru jákvæð teikn á lofti og við þurfum að halda vel utan um leikmennina og liðið sjálft. Þá hef ég fulla trú á því að það sé ekkert of langt í stórmót aftur."


Gerði allt til þess að ná leikjunum
Var einhvern tímann einhver séns á því að þú gætir tekið þátt í þessum leikjum?

„Ég var að gera allt til þess, en þetta kom bara mánuði of snemma í þessu ferli sem ég var í með meiðslin. Fyrir aðgerðina var talað um tvo mánuði í endurhæfingu, þá hefði ég alveg getað náð þessum leikjum."

„Eftir aðgerðina kom í ljós að þetta var aðeins meira en við bjuggumst við. Endurhæfingin var alltaf að fara vera fjórir mánuðir og þá var ég aldrei að fara ná landsleikjunum. Auðvitað gerði maður sér samt vonir og var að reyna allt til þess, en stundum þarf maður líka að hlusta á líkamann og sérfræðingana."

„Maður er ekki 22 ára lengur og það tekur lengri tíma að ná sér af meiðslum og eftir aðgerðir. Auðvitað var þetta svekkjandi en ég hugsaði með mér að taka mér þá bara tíma í að koma til baka, koma betri til baka, gera það almennilega í þetta skiptið í staðinn fyrir að vera að stytta sér leið endalaust og fá það í bakið seinna."


Landsliðsþjálfarinn fylgist vel með
Hefur þú átt eitthvað samtal við Åge um leikina í júní?

„Já, við erum reglulega í sambandi. Hann tékkar reglulega á því hvernig ástandið er á mér eftir aðgerðina. Hann tékkaði síðast á mér fyrir þremur dögum hvernig ég hefði það, hvernig æfingar ég væri að gera og hvað ég væri byrjaður að gera. Við tökum reglulega símtal."

Er leikmaður þangað til skórnir fara upp í hillu
   10.03.2024 09:42
Vilja sjá Aron Einar í teyminu hjá Hareide

Í útvarpsþættinum Fótbolti.net fyrir umspilið veltu menn því fyrir sér hvort að Aron yrði mögulega hluti af teyminu í kringum liðið. Kom sú hugmynd einhvern tímann upp?

„Ég sá að það var einhver að tala um þetta. Ég hef aldrei pælt út í það. Ég er fyrst og fremst leikmaður. Auðvitað gæti ég komið inn í minna hlutverk, kannski ekki sem byrjunarliðsmaður eða eitthvað þannig. En það hefur aldrei verið nein pæling að ég kæmi inn í eitthvað landsliðverkefni sem þjálfari eða eitthvað þannig. Ég er leikmaður ennþá þangað til skórnir fara upp á hilluna. Þegar það gerist fer ég að einblína á það að verða þjálfari. Það bara kemur að því þegar það gerist."

„Núna er einbeitingin á að koma mér til baka, það tekur mikla orku að vinna í því sem ég er búinn að vera vinna í. Það á allan minn hug núna að koma til baka og spila,"
sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner