Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 19. apríl 2025 17:49
Sverrir Örn Einarsson
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Adam Ægir í leik með Val
Adam Ægir í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson er snúinn aftur til Vals eftir að hafa leikið á Ítalíu í vetur. Adam sem fékk félagaskipti á dögunum hélt upp á það með því að skora eitt af þremur mörkum Vals í 3-1 sigri á Grindavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Fótbolti.net spjallaði við Adam að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  3 Valur

„Gott að vera komin heim og gott að byrja á sigri. Grindavík er með fínt lið en mér fannst við eiga að klára leikinn í fyrri hálfleik. Við munum brenna okkur á þessu ef við gefum ekki í. Gott að klára þetta en viðvörunarbjöllur.“ Sagði Adam um heimkomuna og leikinn.

Fyrstu tvö mörk Valsmanna komu upp úr föstum leikatriðum en á milli þeirra hafði Adam Árni Róbertsson jafnað fyrir Grindvíkinga. Valsmönnum gekk erfiðlega að brjóta niður vörn Grindvíkinga í opnum leik en Adam fannst liðið þó vera að gera nóg.

„Mér fannst við alveg fá nokkur dauðafæri, Jónatan fær eitt í fyrri hálfleik og hann er vanur að klára þau.“

„Við verðum að nýta færin okkar, auðvitað vorum við góðir að halda bolta og allt það en bikarleikir eru alltaf erfiðir. Grindvíkingar voru mjög mótiveraðir þannig að ég er ánægður með sigurinn en við hefðum getað gert betur.“

Adam er eins og áður segir að snúa heim eftir lánsdvöl á ítalíu. En hvers vegna núna?

„Ég var búinn að hugsa þetta lengi. Mér leið ekki nógu vel þarna úti svo ég ákvað að þetta væri tímasetningin. Það er í raun ein og hálf vika eftir af tímabilinu úti auk umspils og ég bara spurði reglulega hvort ég mætti fara. Loksins fékk ég já og mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Því fyrr sem ég væri kominn í Val og gæti spilað fleiri mínútur og farið að spila fótbolta aftur sem var fyrst og fremst það sem ég var að hugsa,“

Um persónuleg markmið fyrir sumarið sagði Adam.

„Þannig séð engin skrifuð markmið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að fá að spila, vera inná vellinum og líða vel andlega. Finna mig aftur og mojoið mitt og spila fótbolta svo kemur hitt. Ég veit að ég er með hæfileika í að skora og leggja upp en það er bara fyrst og framst að finna gleðina og spila fótbolta. “

Sagði Adam um markmiðin og bætti svo við aðspurður hvort hann væri að þroskast sem leikmaður.

„Já og sem persóna. Það er það sem þetta kenndi mér að maður þarf að þroskast líka sem persóna ekki bara fótboltamaður. Áður en ég fór út var líf mitt bara fótbolti og komst ekkert annað að. Það er fínt að losna við þetta og vita að það er eitthvað annað en bara fótbolti í lífinu.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner