Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 19. apríl 2025 17:49
Sverrir Örn Einarsson
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Adam Ægir í leik með Val
Adam Ægir í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson er snúinn aftur til Vals eftir að hafa leikið á Ítalíu í vetur. Adam sem fékk félagaskipti á dögunum hélt upp á það með því að skora eitt af þremur mörkum Vals í 3-1 sigri á Grindavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Fótbolti.net spjallaði við Adam að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  3 Valur

„Gott að vera komin heim og gott að byrja á sigri. Grindavík er með fínt lið en mér fannst við eiga að klára leikinn í fyrri hálfleik. Við munum brenna okkur á þessu ef við gefum ekki í. Gott að klára þetta en viðvörunarbjöllur.“ Sagði Adam um heimkomuna og leikinn.

Fyrstu tvö mörk Valsmanna komu upp úr föstum leikatriðum en á milli þeirra hafði Adam Árni Róbertsson jafnað fyrir Grindvíkinga. Valsmönnum gekk erfiðlega að brjóta niður vörn Grindvíkinga í opnum leik en Adam fannst liðið þó vera að gera nóg.

„Mér fannst við alveg fá nokkur dauðafæri, Jónatan fær eitt í fyrri hálfleik og hann er vanur að klára þau.“

„Við verðum að nýta færin okkar, auðvitað vorum við góðir að halda bolta og allt það en bikarleikir eru alltaf erfiðir. Grindvíkingar voru mjög mótiveraðir þannig að ég er ánægður með sigurinn en við hefðum getað gert betur.“

Adam er eins og áður segir að snúa heim eftir lánsdvöl á ítalíu. En hvers vegna núna?

„Ég var búinn að hugsa þetta lengi. Mér leið ekki nógu vel þarna úti svo ég ákvað að þetta væri tímasetningin. Það er í raun ein og hálf vika eftir af tímabilinu úti auk umspils og ég bara spurði reglulega hvort ég mætti fara. Loksins fékk ég já og mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Því fyrr sem ég væri kominn í Val og gæti spilað fleiri mínútur og farið að spila fótbolta aftur sem var fyrst og fremst það sem ég var að hugsa,“

Um persónuleg markmið fyrir sumarið sagði Adam.

„Þannig séð engin skrifuð markmið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að fá að spila, vera inná vellinum og líða vel andlega. Finna mig aftur og mojoið mitt og spila fótbolta svo kemur hitt. Ég veit að ég er með hæfileika í að skora og leggja upp en það er bara fyrst og framst að finna gleðina og spila fótbolta. “

Sagði Adam um markmiðin og bætti svo við aðspurður hvort hann væri að þroskast sem leikmaður.

„Já og sem persóna. Það er það sem þetta kenndi mér að maður þarf að þroskast líka sem persóna ekki bara fótboltamaður. Áður en ég fór út var líf mitt bara fótbolti og komst ekkert annað að. Það er fínt að losna við þetta og vita að það er eitthvað annað en bara fótbolti í lífinu.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir