Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði og lagði upp er Norrköping vann Halmstad, 3-0, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Ísak Andri hefur náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Norrköping á tímabilinu.
Hann skoraði fyrsta deildarmark sitt í dag. David Moberg Karlsson laumaði boltanum inn á Ísak sem kom á sprettinum inn í teiginn og kláraði færið vel.
1-0 IFK Norrköping! Isak Andri Sigurgeirsson avslutar ett flygande Peking-anfall ?????
— Sports on Max ???????? (@sportsonmaxse) April 19, 2025
???? Se matchen på Max pic.twitter.com/6iGZNj2h81
Ísak lagði síðan upp annað markið fyrir Christoffer Nyman aðeins tveimur mínútum síðar eftir skemmtilega sókn.
Ismet Lushaku gerði þriðja og síðasta mark Norrköping undir lok leiks og gulltryggði sigur Norrköping.
Gísli Eyjólfsson byrjaði hjá Halmstad á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum. Norrköping er með sex stig eftir fjóra leiki en Halmstad aðeins þrjú stig.
Ari Sigurpálsson var þá í byrjunarliði Elfsborg sem vann 1-0 sigur á Degerfors á útivelli.
Eina mark Elfsborg kom úr vítaspyrnu eftir að varnarmaður Degerfors handlék boltann innan teigs. Degerfors gat jafnað þegar þrettán mínútur voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu, en markvörður Elfsborg sá við Nahom Girmai á punktinum.
Júlíus Magnússon var ekki með Elfsborg í dag vegna meiðsla, en liðið er nú með 7 stig eftir fjóra leiki.
Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hans í AB töpuðu fyrir Aarhus Fremad, 2-0, á heimavelli. Ágúst Eðvald Hlynsson byrjaði hjá AB en Ægir Jarl Jónasson á bekknum.
AB er í neðsta sæti meistarariðilsins með 31 stig.
Athugasemdir