Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 19. apríl 2025 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Þjálfari Þórsara.
Þjálfari Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Nei nei, þetta var smá klaufagangur í byrjun, spörkum boltanum út af, þeir taka hann og halda okkur niðri (og skora). En við bara svöruðum undir eins, það var virkilega ánægjulegt og mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega góður hjá okkur," segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir endurkomusigur gegn ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég er ánægðastur með kraftinn í okkur í fyrri hálfleik, hvernig við svöruðum markinu. Þetta var ekki beint líkt okkur þessi byrjun. Mér fannst við eiga inni 1-2 mörk í viðbót í fyrri hálfleik."

Ellefu leikmenn fengu gult spjald í leiknum og Siggi sjálfur fékk líka spjald.

„Á tímabili fannst mér þetta vera þannig leikur, stundum fannst mér dómarinn koma með spjöldin of snemma, en ég held að leikurinn hafi verið nokkuð harður, mikil læti, margir að rífa kjaft og svoleiðis. Þetta var með harðari leikjum sem maður hefur tekið þátt í í smá tíma. Þannig ekki mikið út á spjaldafjöldann að setja."

„Það var einhver æsingur og ég held svona að allur bekkurinn í heild hafi fengið spjald, vorum fullæstir á tímabili."


Peter Ingi Helgason Jones skoraði sitt fyrsta mark fyrir Þór í leiknum. Peter hefur verið duglegur að skora í yngri flokkum Þórs en þessi framherji, sem fæddur er árið 2008, lék í dag sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki og náði að skora þriðja mark Þórsara.

„Þetta er einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum, hann er bara rétt að byrja," segir Siggi.

Þórsarar munu byrja Íslandsmótið í Boganum hafa fengið leyfi fyrir því að spila fyrstu heimaleiki sína þar og gætu hlutirnir spilast þannig að Þór spili í Boganum þar til nýr gervigrasvöllur verður klár fyrir utan Bogann.
Athugasemdir