De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   lau 19. apríl 2025 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Þjálfari Þórsara.
Þjálfari Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Nei nei, þetta var smá klaufagangur í byrjun, spörkum boltanum út af, þeir taka hann og halda okkur niðri (og skora). En við bara svöruðum undir eins, það var virkilega ánægjulegt og mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega góður hjá okkur," segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir endurkomusigur gegn ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég er ánægðastur með kraftinn í okkur í fyrri hálfleik, hvernig við svöruðum markinu. Þetta var ekki beint líkt okkur þessi byrjun. Mér fannst við eiga inni 1-2 mörk í viðbót í fyrri hálfleik."

Ellefu leikmenn fengu gult spjald í leiknum og Siggi sjálfur fékk líka spjald.

„Á tímabili fannst mér þetta vera þannig leikur, stundum fannst mér dómarinn koma með spjöldin of snemma, en ég held að leikurinn hafi verið nokkuð harður, mikil læti, margir að rífa kjaft og svoleiðis. Þetta var með harðari leikjum sem maður hefur tekið þátt í í smá tíma. Þannig ekki mikið út á spjaldafjöldann að setja."

„Það var einhver æsingur og ég held svona að allur bekkurinn í heild hafi fengið spjald, vorum fullæstir á tímabili."


Peter Ingi Helgason Jones skoraði sitt fyrsta mark fyrir Þór í leiknum. Peter hefur verið duglegur að skora í yngri flokkum Þórs en þessi framherji, sem fæddur er árið 2008, lék í dag sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki og náði að skora þriðja mark Þórsara.

„Þetta er einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum, hann er bara rétt að byrja," segir Siggi.

Þórsarar munu byrja Íslandsmótið í Boganum hafa fengið leyfi fyrir því að spila fyrstu heimaleiki sína þar og gætu hlutirnir spilast þannig að Þór spili í Boganum þar til nýr gervigrasvöllur verður klár fyrir utan Bogann.
Athugasemdir
banner
banner
banner