Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   lau 19. apríl 2025 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Þjálfari Þórsara.
Þjálfari Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Þórsarar komnir í 16-liða úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Nei nei, þetta var smá klaufagangur í byrjun, spörkum boltanum út af, þeir taka hann og halda okkur niðri (og skora). En við bara svöruðum undir eins, það var virkilega ánægjulegt og mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega góður hjá okkur," segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir endurkomusigur gegn ÍR í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Þór 3 -  1 ÍR

„Ég er ánægðastur með kraftinn í okkur í fyrri hálfleik, hvernig við svöruðum markinu. Þetta var ekki beint líkt okkur þessi byrjun. Mér fannst við eiga inni 1-2 mörk í viðbót í fyrri hálfleik."

Ellefu leikmenn fengu gult spjald í leiknum og Siggi sjálfur fékk líka spjald.

„Á tímabili fannst mér þetta vera þannig leikur, stundum fannst mér dómarinn koma með spjöldin of snemma, en ég held að leikurinn hafi verið nokkuð harður, mikil læti, margir að rífa kjaft og svoleiðis. Þetta var með harðari leikjum sem maður hefur tekið þátt í í smá tíma. Þannig ekki mikið út á spjaldafjöldann að setja."

„Það var einhver æsingur og ég held svona að allur bekkurinn í heild hafi fengið spjald, vorum fullæstir á tímabili."


Peter Ingi Helgason Jones skoraði sitt fyrsta mark fyrir Þór í leiknum. Peter hefur verið duglegur að skora í yngri flokkum Þórs en þessi framherji, sem fæddur er árið 2008, lék í dag sinn fyrsta keppnisleik með meistaraflokki og náði að skora þriðja mark Þórsara.

„Þetta er einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum, hann er bara rétt að byrja," segir Siggi.

Þórsarar munu byrja Íslandsmótið í Boganum hafa fengið leyfi fyrir því að spila fyrstu heimaleiki sína þar og gætu hlutirnir spilast þannig að Þór spili í Boganum þar til nýr gervigrasvöllur verður klár fyrir utan Bogann.
Athugasemdir
banner