Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir 1-0 tap sinna manna gegn ÍA í dag. Sigurmarkið kom á lokamínútum leiksins.
„Þetta var högg í magann. Við vorum aðeins að gefa þeim þessi föstu leikatriði þar sem að þeir eru hættulegir. Ég var í rauninni ánægður með liðið hvað við náðum að spila boltanum vel en því miður þá fáum við ekkert úr þessum leik." sagði Gústi eftir leik.
„Þetta var högg í magann. Við vorum aðeins að gefa þeim þessi föstu leikatriði þar sem að þeir eru hættulegir. Ég var í rauninni ánægður með liðið hvað við náðum að spila boltanum vel en því miður þá fáum við ekkert úr þessum leik." sagði Gústi eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 ÍA
Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og var lítið af marktækifærum en vörn beggja liða var þétt.
„Það er erfitt að komast í gegnum fimm manna vörn. Við fengum þarna tvö til þrjú færi og gáfum lítið af færum á okkur en var fast leikatriði sem að kláraði þetta."
Gústi Gylfa og Siggi Jóns, aðstoðarþjálfari ÍA, lentu í smá orðaskaki eftir leik.
„Ég skil hann ekki alveg. Ég væri himinlifandi með þrjú stig í svona leik. En ég veit ekki, þú verður að spyrja hann hvað hann var að hugsa." sagði Gústi að lokum.
Nánar er rætt við Gústa í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir