Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 19. maí 2021 21:26
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Midtjylland tapaði öðrum toppslag
Kaupmannahöfn 4 - 2 Midtjylland
1-0 L. Lerager ('30)
1-1 S. Kaba ('34)
1-2 A. Scholz ('40, víti)
2-2 K. Wilczek ('44)
3-2 J. Wind ('76, víti)
4-2 M. Daramy ('87)
Rautt spjald: D. Cools, Midtjylland ('75)

Mikael Anderson fékk að spila síðustu tíu mínúturnar er Midtjylland heimsótti FC Kaupmannahöfn í dönsku titilbaráttunni.

Það munar gífurlega mjóu á toppliðunum þremur á lokakafla tímabilsins en Midtjylland hefur verið að ganga herfilega að undanförnu.

Í dag var staðan 2-2 eftir fjörugan fyrri hálfleik en hlutirnir breyttust í þeim síðari eftir að Dion Cools fékk rautt spjald á 75. mínútu fyrir brot innan vítateigs.

Heimamenn skoruðu úr vítaspyrnunni og innsgluðu svo sigurinn gegn tíu Mið-Jótlendingum.

Midtjylland er aðeins búið að fá eitt stig úr síðustu þremur leikjum og gæti misst toppsætið til Bröndby á morgun. Kaupmannahöfn er í þriðja sæti, tveimur stigum eftir Midtjylland.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner
banner