Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
   mið 19. maí 2021 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal stal stigunum á Selhurst Park
Crystal Palace 1 - 3 Arsenal
0-1 Nicolas Pepe ('35)
1-1 Christian Benteke ('62)
1-2 Gabriel Martinelli ('91)
1-3 Nicolas Pepe ('95)

Crystal Palace og Arsenal áttust við í enska boltanum í kvöld og var fyrri hálfleikur í járnum. Heimamenn voru hættulegri en gestirnir gerðu eina markið.

Nicolas Pepe gerði vel að koma sér framfyrir varnarmann og skora eftir glæsilega fyrirgjöf frá Kieran Tierney sem kom eftir frábæra sókn.

Arsenal hélt knettinum vel en fann ekki glufur á varnarleik Palace. Heimamenn voru talsvert hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og verðskulduðu jöfnunarmark sem Christian Benteke skoraði með skalla á 62. mínútu.

Palace var hættulegri aðilinn en það gerðist ekki mikið þar til í uppbótartíma, þegar varamennirnir Martin Ödegaard og Gabriel Martinelli gerðu sigurmark Arsenal. Martinelli skoraði þá eftir fyrirgjöf frá Ödegaard.

Heimamenn lögðu allt í sóknarleikinn en gestirnir refsuðu með þriðja markinu. Pepe var þar aftur á ferðinni og lokatölur 1-3 endurspegla ekki gang leiksins.

Arsenal á því enn möguleika á Evrópudeildarsæti. Möguleikarnir eru fínir ef West Ham tekst ekki að koma til baka í kvöld eftir að hafa lent undir gegn West Brom.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner