Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. maí 2021 15:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
'Moneyball' í enska boltanum
Úr leik Chelsea og Barnsley í enska deildabikarnum snemma á tímabilinu.
Úr leik Chelsea og Barnsley í enska deildabikarnum snemma á tímabilinu.
Mynd: EPA
Valerien Ismael, þjálfari Barnsley.
Valerien Ismael, þjálfari Barnsley.
Mynd: Getty Images
Barnsley hefur verið að gera skemmtilega hluti í ensku Championship-deildinni.

Félagið er í umspilinu um að komast upp um deild þrátt fyrir að vera með einn minnsta kostnaðinn á bak við lið sitt í deildinni.

Wall Street Journal segir frá því að einn af eigendum félagsins sé Billy Beane. Kvikmyndin 'Moneyball' með Brad Pitt og Jonah Hill í aðalhlutverkum snýst um það þegar umræddur Beane gjörbreytti landslaginu hjá Oakland A’s í hafnaboltanum í Bandaríkjunum.

Beane fékk ekki úr miklu fjármagni að ráða hjá Oakland A's þegar hann verkefni að smíða samkeppnishæft lið. Hann notaði ákveðna tölfræði í að finna vanmetna leikmenn sem kostuðu ekki mikinn pening. Honum tókst að búa til gott lið sem fór langt.

Dane Murphy, framkvæmdastjóri Barnsley, segir að módelið sé ekki alveg það sama en það sé hægt að kalla það 'Moneyball'.

Það eru félög í Championship-deildinni, félög sem féllu úr ensku úrvalasdeildinni, að borga leikmönnum 100 þúsund pund á viku en á meðan er Barnsley meðal annars að borga byrjunarliðsmönnum 1,500 pund á viku. Aðeins Wycombe greiðir minna í kostnað en Barnsley. Út úr þessu hefur Barnsley fengið ungt og hungrað lið sem er tveimur leikjum frá því að komast upp í deild þeirra bestu - ef allt gengur upp.

Hjá félaginu snýst allt um tvo algóritma. Einn var þróaður af syni fyrrum eiganda síðastliðin fjögur ár og hinn kemur frá ráðgjafahópi Beane. Félagið gefur ekki hvaða algóritmum það er að vinna eftir en þeir eru að virka.

Liðið spilar ekki fótbolta sem snýst um að halda boltanum, það einbeitir sér frekar að því að kæfa andstæðinginn með pressu hátt upp á vellinum og að spila hratt. Barnsley spilar síðari leik sinn í undanúrslitum umspilsins á laugardag. Liðið mætir þar Swansea á útivelli eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli, 1-0. Það er enn möguleiki, ótrúlegri hlutir hafa gerst.
Athugasemdir
banner
banner
banner