banner
   fim 19. maí 2022 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Færin fóru forgörðum á Selfossi
Samantha átti góðan leik í marki Keflvíkinga
Samantha átti góðan leik í marki Keflvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 0 - 0 Keflavík
Lestu um leikinn

Selfoss og Keflavík gerðu markalaust jafntefli á JÁVERK-vellinum á Selfossi í 5. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Heimakonur fengu urmul af færum en náðu ekki að nýta þau.

Anita Linda Daníelsson bjargaði skalla Brennu Loveru á línu í upphafi leiks.

Samantha Leshnak Murphy, markvörður Keflavíkur, hefur byrjað tímabilið vel og átti fínan leik í kvöld. Hún átti góðar vörslur á köflum en það mátti þó einnig setja spurningamerki við færanýtingu Selfyssinga.

Barbára Sól Gísladóttir átti sláarskot fyrir Selfoss í upphafi síðari hálfleiks og nokkrum mínútum síðar skaut Ana Paula í slána hinum megin á vellinum. Boltinn fór af Tiffany Sornpao og var markvörðurinn hársbreidd frá því að koma boltanum í eigið net.

Þegar allt kemur til alls var það færanýtingin sem varð Selfyssingum að falli í kvöld. Liðið fékk þau svo sannarlega til að ná í stigin þrjú en lokatölur engu að síður 0-0. Selfoss í 2. sæti með 11 stig en Keflavík í 6. sæti með 7 stig.
Athugasemdir
banner
banner