Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 19. maí 2022 20:49
Ingi Snær Karlsson
Jóhannes Karl: Við gáfum þeim of mikinn tíma
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara vonsvikinn og svekktur hvernig við förum með hlutina. Við leggjum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn, förum engu að síður fljótlega að falla alltof langt frá mönnum og gefa Val tíma á bolta sem er bara ávísun að það fari illa." sagði Jóhannes Karl, þjálfari KR eftir 9-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Valur 9 -  1 KR

Hvernig lögðuð þið leikinn upp?

„Við lögðum náttúrulega upp með að verjast djúpt frekar en framar og ekki að ýta of hátt upp. En engu að síður vildum við setja pressu á ákveðnum svæðum og á ákveðna leikmenn. Það er kannski svona það sem ég er helst ósáttur við, mér finnst við gefa miðsvæðið eftir of auðveldlega, við erum að gefa þeim of mikinn tíma, þær eru að fá tækifæri til að spila sömu sóknina aftur og aftur og aftur án þess að við stígum upp og leysum það. Það er áhyggjuefni, við þurfum að taka meiri ábyrgð inn á vellinum og við þurfum að loka þeim svæðum sem þær vilja sækja í."

Aðspurður hvort honum finnist deildin vera að spilast í takt við væntingar hafði hann þetta að segja: „Í rauninni, já. Það er óvænt að Valur og Breiðablik sé að tapa fyrir liðum í neðri hlutanum en það er eitthvað sem gerist og á eftir að gerast aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.


Athugasemdir
banner