Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
banner
   fim 19. maí 2022 20:49
Ingi Snær Karlsson
Jóhannes Karl: Við gáfum þeim of mikinn tíma
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara vonsvikinn og svekktur hvernig við förum með hlutina. Við leggjum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn, förum engu að síður fljótlega að falla alltof langt frá mönnum og gefa Val tíma á bolta sem er bara ávísun að það fari illa." sagði Jóhannes Karl, þjálfari KR eftir 9-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Valur 9 -  1 KR

Hvernig lögðuð þið leikinn upp?

„Við lögðum náttúrulega upp með að verjast djúpt frekar en framar og ekki að ýta of hátt upp. En engu að síður vildum við setja pressu á ákveðnum svæðum og á ákveðna leikmenn. Það er kannski svona það sem ég er helst ósáttur við, mér finnst við gefa miðsvæðið eftir of auðveldlega, við erum að gefa þeim of mikinn tíma, þær eru að fá tækifæri til að spila sömu sóknina aftur og aftur og aftur án þess að við stígum upp og leysum það. Það er áhyggjuefni, við þurfum að taka meiri ábyrgð inn á vellinum og við þurfum að loka þeim svæðum sem þær vilja sækja í."

Aðspurður hvort honum finnist deildin vera að spilast í takt við væntingar hafði hann þetta að segja: „Í rauninni, já. Það er óvænt að Valur og Breiðablik sé að tapa fyrir liðum í neðri hlutanum en það er eitthvað sem gerist og á eftir að gerast aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner