Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   fim 19. maí 2022 20:49
Ingi Snær Karlsson
Jóhannes Karl: Við gáfum þeim of mikinn tíma
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara vonsvikinn og svekktur hvernig við förum með hlutina. Við leggjum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn, förum engu að síður fljótlega að falla alltof langt frá mönnum og gefa Val tíma á bolta sem er bara ávísun að það fari illa." sagði Jóhannes Karl, þjálfari KR eftir 9-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Valur 9 -  1 KR

Hvernig lögðuð þið leikinn upp?

„Við lögðum náttúrulega upp með að verjast djúpt frekar en framar og ekki að ýta of hátt upp. En engu að síður vildum við setja pressu á ákveðnum svæðum og á ákveðna leikmenn. Það er kannski svona það sem ég er helst ósáttur við, mér finnst við gefa miðsvæðið eftir of auðveldlega, við erum að gefa þeim of mikinn tíma, þær eru að fá tækifæri til að spila sömu sóknina aftur og aftur og aftur án þess að við stígum upp og leysum það. Það er áhyggjuefni, við þurfum að taka meiri ábyrgð inn á vellinum og við þurfum að loka þeim svæðum sem þær vilja sækja í."

Aðspurður hvort honum finnist deildin vera að spilast í takt við væntingar hafði hann þetta að segja: „Í rauninni, já. Það er óvænt að Valur og Breiðablik sé að tapa fyrir liðum í neðri hlutanum en það er eitthvað sem gerist og á eftir að gerast aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.


Athugasemdir