Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 19. maí 2022 20:49
Ingi Snær Karlsson
Jóhannes Karl: Við gáfum þeim of mikinn tíma
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara vonsvikinn og svekktur hvernig við förum með hlutina. Við leggjum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn, förum engu að síður fljótlega að falla alltof langt frá mönnum og gefa Val tíma á bolta sem er bara ávísun að það fari illa." sagði Jóhannes Karl, þjálfari KR eftir 9-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna í dag.

Lestu um leikinn: Valur 9 -  1 KR

Hvernig lögðuð þið leikinn upp?

„Við lögðum náttúrulega upp með að verjast djúpt frekar en framar og ekki að ýta of hátt upp. En engu að síður vildum við setja pressu á ákveðnum svæðum og á ákveðna leikmenn. Það er kannski svona það sem ég er helst ósáttur við, mér finnst við gefa miðsvæðið eftir of auðveldlega, við erum að gefa þeim of mikinn tíma, þær eru að fá tækifæri til að spila sömu sóknina aftur og aftur og aftur án þess að við stígum upp og leysum það. Það er áhyggjuefni, við þurfum að taka meiri ábyrgð inn á vellinum og við þurfum að loka þeim svæðum sem þær vilja sækja í."

Aðspurður hvort honum finnist deildin vera að spilast í takt við væntingar hafði hann þetta að segja: „Í rauninni, já. Það er óvænt að Valur og Breiðablik sé að tapa fyrir liðum í neðri hlutanum en það er eitthvað sem gerist og á eftir að gerast aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.


Athugasemdir
banner
banner