Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 19. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur spilaði síðustu tuttugu mínúturnar í tapi
Þorleifur Úlfarsson, leikmaður Houston Dynamo í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, kom við sögu er lið hans tapaði fyrir Seattle Sounders í nótt, 1-0.

Nýliðinn kom við sögu í tólfta deildarleik sínum með Houston en hann kom inná sem varamaður á 72. mínútu.

Houston hefur gengið illa að tengja saman sigra undanfarið eftir að hafa gengið afar vel frá febrúar og fram í apríl en liðið er með 15 stig eftir fyrstu tólf leikina.

Þorleifur fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Houston í síðustu umferð gegn Nashville en liðsfélagi hans fékk rautt spjald eftir hálftímaleik og var Íslendingnum því kippt af velli til manna vörnina betur.

Róbert Orri Þorkelsson var þá ekki í leikmannahópi Montreal sem tapaði fyrir Nashville, 2-1. Montreal er í 3. sæti austur-deildarinnar með 20 stig.
Athugasemdir
banner