Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Öruggt hjá Vestra - Víkingur Ó. enn án sigurs
Valdimir Tufegdzic skoraði tvö fyrir Vestra
Valdimir Tufegdzic skoraði tvö fyrir Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 0 - 3 Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic ('6 )
0-2 Ignacio Gil Echevarria ('36 )
0-3 Vladimir Tufegdzic ('53 )

Vestri vann Víking Ó. 3-0 í lokaleik 7. umferðar Lengjudeildarinnar í dag en Vladimir Tufegdzic skoraði tvö mörk fyrir gestina.

Leikurinn var aðeins sex mínútna gamall er Tufegdzic skoraði eftir vandræðagang í teignum.

Heimamenn sóttu á Vestra eftir markið og voru nálægt því að skora en Diego Garcia sá við skottilraunum Víkings.

Nacho Gil bætti við öðru fyrir Vestra á 36. mínútu eftir fyrirgjöf frá Viktori Júlíussyni.

Tufegdzic gerði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Vestra á 53. mínútu. Hann fékk boltann við markteiginn, lagði hann fyrir sig og smellti honum í fjærhornið. Laglegt mark.

Víkingur var nálægt því að jafna á 70. mínútu. Bjartur Bjarni Barkarson komst einn gegn Garcia, sem varði boltann út á Harvey Willard. Hann átti skalla sem var á leið í markið en þá mætti Daníel Agnar Ásgeirsson á ferðinni og bjargaði á línu.

Heimamenn náðu ekki að klóra í bakkann og leita enn að fyrsta sigrinum í deildinni. Lokatölur 3-0 og Vestri með 12 stig í 6. sæti en Víkingur á botninum með 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner