
„Ég er bara drullusvekkt. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik“ sagði Kitta, þjálfari Augnabliks, eftir tap gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Augnablik 0 - 1 KR
Aðspurð hvort hún hafi verið sátt með frammistöðuna hjá sínu liði sagði hún: „Já að mörgu leiti var þetta fín frammistaða en það telur ekki mikið. Svona er bara þessi bolti, ef við skorum ekki þá erum við ekki að vinna og það gekk erfiðlega í dag.“
Eftir leikinn er Augnablik komið í botnsæti Lengjudeildarinnar en er erfitt gengi byrjað að hafa áhrif á liðið?
„Nei, nei, það er nóg eftir af þessu móti, það er áfram gakk. Það er næsti leikur í Grindavík og við þurfum að læra þetta. Þetta bara herðir okkur.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir