Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   mið 19. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atletico Madrid hafnaði tilboði frá Chelsea
Samu Omorodion
Samu Omorodion
Mynd: Atlético Madríd

Atletico Madrid hefur hafnað tilboði Chelsea í framherjann Samu Omorodion samkvæmt heimildum The Athletic.


Þar kemur fram að tilboðið hafi hljóðað upp á rúmlega 27 milljónir punda.

Omorodion er tvítugur framherji sem gekk til liðs við Atletico frá Granada síðasta sumar en hann var á láni hjá Alaves á síðustu leiktíð. Hann skoraði níu mörk og lagði upp eitt fyrir Alaves.

Chelsea er með marga sóknarmenn í sigtinu en komið hefur fram að liðið hafi m.a. áhuga á Jhon Duran leikmanni Aston Villa.


Athugasemdir
banner
banner