Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   mið 19. júní 2024 22:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tierney missir af leiknum gegn Ungverjum
Mynd: EPA

Kieran Tierney leikmaður skoska landsliðsins mun missa af síðasta leik liðsins í riðlakeppninni gegn Ungverjum.


Tierney var á sínum stað í byrjunarliðinu í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Sviss. Hann meiddist eftir klukkutíma leik og var greinilega sárþjáður.

Hann meiddist aftan í læri og þurfti að bera hann af velli. Steve Clarke landsliðsþjálfari Skota staðfesti í viðtali eftir leikinn að Tierney muni að minnsta kosti missa af leiknum gegn Ungverjum.

Skotland mætir Ungverjalandi 23. júní. Skotland er í 3. sæti með eitt stig, Sviss er með fjögur stig í 2. sæti en Ungverjaland án stiga á botninum. Skotar geta komist upp í 2. sætið með sigri ef Sviss tapar stórt gegn Þýskalandi sem er komið áfram.


Athugasemdir
banner
banner