Það var magnað mark skorað í norsku 1. deildinni í gær þegar Fredrikstad fór með sigur af hólmi gegn Bryne.
Markið gerði Nicolay Solberg eftir rúmlega stundarfjórðung. Það kom eftir hornspyrnu. Solberg fékk tíma til að taka á móti boltanum í teignum en fyrsta snerting hans var ekki frábær, eða hvað?
Hann ákvað nefnilega að henda bara í hjólhestaspyrnu, með nokkuð fínum árangri.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Þetta hlýtur að vera mark tímabilsins í norsku 1. deildinni þó tímabilið sé ekki langt á veg komið.
Fredrikstad vann leikinn að lokum 3-1.
FOR en scoring av Nicolay Solberg 👀
— Eurosport Norge (@EurosportNorge) July 18, 2021
I dag er det sambafotball i plankebyen. pic.twitter.com/fo99MdJeKU
Athugasemdir