Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Leeds lánar Kristensen til Eintracht Frankfurt (Staðfest)
Rasmus Kristensen í leik með Leeds
Rasmus Kristensen í leik með Leeds
Mynd: EPA
Danski varnarmaðurinn Rasmus Kristensen, sem er á mála hjá Leeds United, mun eyða tímabilinu á láni hjá þýska félaginu Eintracht Frankfurt.

Kristensen er 27 ára gamall bakvörður sem kom til Leeds frá RB Salzburg fyrir tveimur árum.

Hann féll með Leeds niður í B-deildina á síðasta ári og var um sumarið lánaður til ítalska félagsins Roma.

Varnarmaðurinn spilaði 29 deildarleiki með Roma á síðustu leiktíð en sneri aftur til Leeds í sumar.

Leeds rétt missti af sæti í ensku úrvalsdeildina fyrir komandi tímabil og ákvað Kristensen því að fara aftur frá félaginu á láni.

Enska félagið staðfesti í dag að Kristensen væri farinn til þýska félagsins Eintracht Frankfurt á láni út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner