Móðir frönsku stórstjörnunnar Kylian Mbappe segir að leikmaðurinn og föruneyti hans gætu stefnt franska félaginu Paris Saint-Germain ef það virðir ekki samning leikmannsins.
Samkvæmt frétt Le Parisien skuldar PSG franska sóknarmanninum 80 milljónir evra í laun.
Stærstur hluti er bónus sem PSG setti í samning Mbappe og þá skuldar félagið honum laun fyrir tvo mánuði.
PSG hefur ekki enn greitt honum þessa fjárhæð en móðir Mbappe viðurkenni að þetta mál gæti farið fyrir dómstóla.
„Þetta mál er enn í gangi og er núna í höndum þeirra sem sjá um mál Kylian. Ég treysti þó PSG að koma þessu í eðlilegan farveg á næstunni. Við vorum að fá svar frá þeim í bréfi og það verða einhverjar ákvarðanir teknar. Í skilnaði er það stundum þannig að þú þarft að ákveða hver fær sjónvarpið, húsgögnin og bílinn.“
„Við erum þar. Ég vona að þetta muni ekki eyðileggja allt það góða sem við höfum upplifað og að við munum ekki hanga á þessu. Ég vil muna allt það jákvæða í kringum PSG, þó þetta ári hafi verið afar erfitt. Eins og með sambönd þá eru þau ekki alltaf í blóma, það koma hæðir og lægðir, en eftir sex mánuði batnar það.“
„Ef við eigum enga annarra kosta völ þá munum við gera það, en núna vona ég að PSG virði samninginn sem Kylian skrifaði undir fyrir tveimur árum. Hættum að segja: „Kylian sagði þetta eða sagði ekki þetta, eða gerði þetta eða gerði það ekki“. Raunverulega getur enginn sagt hvað gerðist, ekki einu sinni ég né fulltrúar PSG, því Kylian og forsetinn hafa alltaf fundað tveir saman, fyrir utan eitt skipti. Allt þetta stoppaði ekki Kylian að spila síðan tilkynningin kom í febrúar,“ sagði Fayza Lamari, móðir Mbappe, við Le Parisien.
Athugasemdir